Kjarasamningarnir grófu undan batanum

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, var gagnrýninn á síðustu kjarasamninga.
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, var gagnrýninn á síðustu kjarasamninga. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Vinnumarkaðurinn hér á landi er tvískiptur þar sem annars vegar er að finna útflutningsgeirann og hins vegar innlenda geirann. Við síðustu kjarasamninga var samið um hækkanir sem útflutningsgeirinn gat staðið undir, en ekki sá innlendi. Þetta sagði Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í dag. 

Þórarinn sagði síðustu kjarasamninga hafa grafið undan batanum á vinnumarkaðinum og meðal annars orsakað uppsagnir. Á fundinum voru auk Þórarins þeir Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri og Gylfi Zoega, sem situr í peningastefnunefnd bankans.

Gylfi benti á að lágt gengi hér á landi hefði skapað láglaunastörf og nefndi í því samhengi að þótt ferðaþjónustan hefði skapað mörg störf, þá væri stór hluti þeirra ekki hálaunastörf fyrir vel menntað fólk. Sagði hann að þegar hálaunahagkerfi hefði verið til staðar hefði það krafist þess að hér væru hálaunastörf sem vel menntað fólk sótti í.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK