Uggvænleg þróun sparnaðar

Pétur Blöndal sagði að minni sparnaður hér á landi væri …
Pétur Blöndal sagði að minni sparnaður hér á landi væri uggvænleg þróun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hér á landi þurfa að vera til staðar hvat­ar svo fólk leggi meira fyr­ir í stað þess að auka neyslu. Þetta sagði Þór­ar­inn G. Pét­urs­son, aðal­hag­fræðing­ur Seðlabank­ans, á fundi efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar. Pét­ur Blön­dal, þingmaður, spurði á fund­in­um að því hvort sparnaður væri viðunn­andi, en Pét­ur sagði að minnk­un hans væri uggvæn­leg þróun sem gæti leitt til kyrr­stöðu.

Þór­ar­inn sagði að það sem vantaði inn í umræðuna í dag væri áhersl­an á inn­lend­an sparnað og hvort búa ætti til skatta­lega hvata til að auka sparnað. Sagði hann að sett­ar hefðu verið upp aðgerðir fyr­ir þá sem skulda, en að lítið hafi verið horft til þess að auka sparnað sem gæti aukið hag­vöxt hér í stað neyslu, sem hef­ur verið stór liður í hag­vexti hér á landi síðustu ár. 

Á fund­in­um sátu þeir Már Guðmunds­son, Seðlabanka­stjóri, Gylfi Zoega úr pen­inga­stefnu­nefnd og Þór­ar­inn G. Pét­urs­son, aðal­hag­fræðing­ur bank­ans, fyr­ir svör­um, en rætt var um störf pen­inga­stefnu­nefnd­ar, stý­ritæki bank­ans, áhrif á vinnu­markað, hag­vaxt­ar­horf­ur og fleiri mál.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK