Vill hætta notkun á reiðufé

Kjetil Staalesen segir notkun reiðufés kostnaðarsamari en notkun korta og …
Kjetil Staalesen segir notkun reiðufés kostnaðarsamari en notkun korta og annarra greiðslumáta. mbl.is/Golli

Norðmaður­inn Kjetil Sta­ales­en, ráðgjafi hjá Sam­tök­um fjár­mála­markaðar­ins í Nor­egi, seg­ir að stefna eigi að því að leggja niður seðla og mynt og tel­ur hann að Nor­eg­ur geti orðið reiðufjár­laust land árið 2021. Seg­ir hann meðal ann­ars að reiðufé hvetji til glæpa og rána og styðji und­ir svarta hag­kerfið og skattsvik. Sta­ales­en verður meðal fyr­ir­les­ara á ráðstefnu Lands­bank­ans á morg­un í Hörpu, en yf­ir­skrift fund­ar­ins er hvort reiðufé muni hverfa í framtíðinni.

Meðal þess sem Sta­ales­en hef­ur lagt til er að stærsti seðill­inn verði fjar­lægður, að gjald sé lagt á notk­un reiðufjár sem end­ur­spegli raun­kostnað við notk­un, meira sé lagt í rann­sókn­ir og þróun á öðrum greiðslumiðlum og að versl­un­um sé heim­ilt að hafna reiðufé og taka aðeins við kort­um. 

Kjetil Staalesen, ráðgjafi hjá Samtökum fjármálamarkaðarins í Noregi, er væntanlega …
Kjetil Sta­ales­en, ráðgjafi hjá Sam­tök­um fjár­mála­markaðar­ins í Nor­egi, er vænt­an­lega ekki hlynnt­ur því að gef­inn hafi verið út nýr 10.000 seðill hér á landi ný­lega. Krist­inn Ingvars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK