Vill hætta notkun á reiðufé

Kjetil Staalesen segir notkun reiðufés kostnaðarsamari en notkun korta og …
Kjetil Staalesen segir notkun reiðufés kostnaðarsamari en notkun korta og annarra greiðslumáta. mbl.is/Golli

Norðmaðurinn Kjetil Staalesen, ráðgjafi hjá Samtökum fjármálamarkaðarins í Noregi, segir að stefna eigi að því að leggja niður seðla og mynt og telur hann að Noregur geti orðið reiðufjárlaust land árið 2021. Segir hann meðal annars að reiðufé hvetji til glæpa og rána og styðji undir svarta hagkerfið og skattsvik. Staalesen verður meðal fyrirlesara á ráðstefnu Landsbankans á morgun í Hörpu, en yfirskrift fundarins er hvort reiðufé muni hverfa í framtíðinni.

Meðal þess sem Staalesen hefur lagt til er að stærsti seðillinn verði fjarlægður, að gjald sé lagt á notkun reiðufjár sem endurspegli raunkostnað við notkun, meira sé lagt í rannsóknir og þróun á öðrum greiðslumiðlum og að verslunum sé heimilt að hafna reiðufé og taka aðeins við kortum. 

Kjetil Staalesen, ráðgjafi hjá Samtökum fjármálamarkaðarins í Noregi, er væntanlega …
Kjetil Staalesen, ráðgjafi hjá Samtökum fjármálamarkaðarins í Noregi, er væntanlega ekki hlynntur því að gefinn hafi verið út nýr 10.000 seðill hér á landi nýlega. Kristinn Ingvarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK