Landsbankinn hagnast um 22 milljarða

Þann 30. september sl. voru stöðugildi í bankanum 1.179 og …
Þann 30. september sl. voru stöðugildi í bankanum 1.179 og hefur þeim fækkað um 54 frá áramótum. mbl.is/Kristinn

Landsbankinn hagnaðist um 22,3 milljarða króna eftir skatta fyrstu níu mánuði ársins. Hagnaður bankans á sama tímabili í fyrra nam 13,5 milljörðum kr. Hagnaður bankans hefur því aukist um 65% milli ára.

Í tilkynningu frá bankanum kemur fram, að breytingin á milli ári skýrist einkanlega af hækkun annarra rekstrartekna, lækkun kostnaðar, af hækkandi  virði hluta- og skuldabréfa, af virðisbreytingu lána og hærri þjónustutekjum.

„Rekstur og arðsemi bankans er með ágætum, jákvæð þróun bæði í tekjum og kostnaði og fjárhagsstaðan er traust. Eiginfjárhlutfallið er vel umfram kröfur eftirlitsaðila sem og lausafjárstaða bankans, bæði í erlendri mynt og íslenskum krónum. Mikill árangur hefur náðst í lækkun rekstrarkostnaðar og að teknu tilliti til verðbólgu er raunlækkun rekstrarkostnaðar 9,4% á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta er betri árangur en áætlanir okkar gerðu ráð fyrir,“ segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, í tilkynningu.

„Við munum halda áfram á sömu braut, draga úr áhættu og draga úr kostnaði en á sama tíma vinna að því að bæta stöðugt þjónustuna við viðskiptavini. Slitastjórn LBI hf. hefur samþykkt viðræður um breytingar á skilmálum skuldabréfanna sem Landsbankinn gaf út til LBI hf. Niðurstöður þessara viðræðna geta skipt miklu um afnám fjármagnshaftanna og eru eitt mikilverðasta verkefni bankans sem stendur. Áfram er unnið að leiðréttingu á endurútreikningi lána með ólögmæta gengistryggingu og ljóst að brátt fer það verkefni að klárast,“ segir hann um verkefnin framundan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK