Laun skrifstofufólks og sérfræðinga hafa hækkað mest frá því árið 2010 og þegar horft er á hækkun frá síðasta ári. Þetta kemur fram í Landshögum, hagtöluárbók Hagstofu Íslands, sem kemur út í dag. Laun sérfræðinga hafa á síðustu þremur árum hækkað um rúmlega 28,5%, en laun skrifstofufólks hafa hækkað um 28,2%. Laun iðnaðarmanna hafa aftur á móti hækkað minnst, eða um 20,3%.
Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru hækkanir á milli annars ársfjórðungs í fyrra og sama tíma í ár á bilinu 5,11% og 7,69%. Lækkunin var minnst hjá iðnaðarmönnum en mest hjá skrifstofufólki. Stjórnendur hækkuðu á sama tíma um 5,47%. Miðað er við stöðuna á öðrum ársfjórðungi, þar sem það eru nýjustu tölur Hagstofunnar. Á sama tíma hækkuðu laun verkafólks um 5,83% og laun sölu- og afgreiðslufólks um 7,02%.
Þegar horft er til tímabilsins frá því á öðrum ársfjórðungi 2010 til sama tíma í ár er hækkunin á bilinu 20,28% upp í 28,51%