Laun iðnaðarmanna hafa hækkað minnst

Laun sérfræðinga og skrifstofufólks hafa hækkað mest síðustu árin.
Laun sérfræðinga og skrifstofufólks hafa hækkað mest síðustu árin. Eggert Jóhannesson

Laun skrifstofufólks og sérfræðinga hafa hækkað mest frá því árið 2010 og þegar horft er á hækkun frá síðasta ári. Þetta kemur fram í Landshögumhagtöluárbók Hagstofu Íslands, sem kemur út í dag. Laun sérfræðinga hafa á síðustu þremur árum hækkað um rúmlega 28,5%, en laun skrifstofufólks hafa hækkað um 28,2%. Laun iðnaðarmanna hafa aftur á móti hækkað minnst, eða um 20,3%.

Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru hækkanir á milli annars ársfjórðungs í fyrra og sama tíma í ár á bilinu 5,11% og 7,69%. Lækkunin var minnst hjá iðnaðarmönnum en mest hjá skrifstofufólki. Stjórnendur hækkuðu á sama tíma um 5,47%. Miðað er við stöðuna á öðrum ársfjórðungi, þar sem það eru nýjustu tölur Hagstofunnar. Á sama tíma hækkuðu laun verkafólks um 5,83% og laun sölu- og afgreiðslufólks um 7,02%.

Þegar horft er til tímabilsins frá því á öðrum ársfjórðungi 2010 til sama tíma í ár er hækkunin á bilinu 20,28% upp í 28,51%

Hækkun launa á almennum vinnumarkaði eftir starfsstétt 2010-2013.
Hækkun launa á almennum vinnumarkaði eftir starfsstétt 2010-2013. Mynd/mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK