1.613 ný fyrirtæki en 787 í þrot

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Í októbermánuði voru nýskráð 181 einkahlutafélög, til samanburðar við 155 í október 2012. Nýskráningar voru flestar í fasteignaviðskiptum.Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands.

Fyrstu 10 mánuði ársins var fjöldi nýskráninga 1.613, en það er 9,5% aukning frá sama tíma í fyrra þegar 1.473 fyrirtæki voru skráð.

Þá voru 117 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í októbermánuði. Fyrstu 10 mánuði ársins var fjöldi gjaldþrota 787, en það er 13,6% fækkun frá sama tímabili í fyrra þegar 911 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta.

Flest gjaldþrot það sem af er árinu er í flokknum heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum, samtals 162.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK