Ísland er meðal þeirra ríkja sem hafa samþykkt að veita upplýsingar um bankareikninga Breta en alls hafa bresk stjórnvöld gert slíka samninga við 37 ríki en þetta er liður í baráttunni við skattaundanskot.
Á vef Telegraph er fjallað um samningana en í morgun var tilkynnt um samkomulag við Lúxemborg, Liechtenstein, Kólumbíu, Grikkland, Ísland og Möltu.
Telegraph hefur eftir fjármálaráðherra Bretlands, George Osborne, að ríkisstjórnin sé með þessu að auka gegnsæi og upplýsingaflæði líkt og er á stefnuskrá átta helstu iðnríkja heims.