Pereat ungra vísindamanna

Illugi ákvað að svara fyrir ákvörðun ríkisstjórnarinnar úr sal og …
Illugi ákvað að svara fyrir ákvörðun ríkisstjórnarinnar úr sal og var því umkringdur þeim sem mótmæltu.

Á Rann­sókn­arþingi 2013 mót­mæltu ung­ir vís­inda­menn niður­skurði til tækni- og vís­inda­sjóða og stóðu úr sæt­um sín­um meðan Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta­málaráðherra, varði þá ákvörðun rík­is­stjórn­ar að draga úr áður samþykkt­um fjár­fram­lög­um til sjóðanna. Héldu vís­inda­menn­irn­ir á spjöld­um með spurn­inga­merki, en þau voru sam­tals 40 og táknuðu töpuð störf í kjöl­far niður­skurðar­ins.

Á fund­in­um í morg­un var ný stefna Vís­inda- og tækni­ráðs kynnt, en í pall­borðsum­ræðum kom fram hörð gagn­rýni á ákvörðun stjórn­valda. Var meðal ann­ars sagt að stefn­an væri óraun­hæf miðað við nýbirt fjár­auka­lög þar sem dregið er veru­lega úr fram­lög­um til sjóðanna.

Ill­ugi var ekki með í pall­borði, en bað eft­ir umræðurn­ar um orðið til að skýra af­stöðu rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Við það tæki­færi stóðu vís­inda­menn­irn­ir úr sæt­um sín­um og var greini­legt að marg­ir telja niður­skurðinn óá­sætt­an­leg­an.

40 spjöld fóru á loft undir orðum Illuga.
40 spjöld fóru á loft und­ir orðum Ill­uga.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK