Guðrún Nordal, formaður vísindanefndar, segir að það þurfi að skoða hvort fækka eigi rannsóknarstofnunum hér á landi með að færa minni einingar saman. Segir hún að þetta gæti minnkað kostnað og stutt við rannsóknarstarf. Í samtali við mbl.is segir hún að niðurskurður til vísinda og rannsókna, í nýlegum fjáraukalögum, sé henni vonbrigði og að stefna vísinda- og tækniráðs til næstu þriggja ára sé ekki neitt, nema hún verði gerð raunhæf í fjárlögum.
Í stefnunni, sem kynnt var í dag, eru aðaláherslurnar fjórar. Þær eru: að styrkja mannauð og skapa þannig tækifæri fyrir ungt fólk; efling samstarfs milli háskóla, atvinnulífs og rannsóknastofnana; árangur og gæðamál, t.d. með stækkun samkeppnissjóða og efling og eftirfylgni með því sem kemur úr fjárveitingum.