Skulda 1.933 milljarða króna

Tekjuafkoma hins opinbera hefur batnað það sem af er þessu ári. Hún var neikvæð um 2,4 milljarða króna á 3. ársfjórðungi 2013 sem er hagstæðari niðurstaða en á sama tíma 2012 er hún var neikvæð um 6,7 milljarða króna. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofu Íslands.

Tekjuhallinn nam 0,5% af landsframleiðslu ársfjórðungsins og 1,2% af tekjum hins opinbera. Fyrstu níu mánuði ársins reyndist tekjuafkoma hins opinbera neikvæð um 18,1 milljarður króna eða 1,4% af landsframleiðslu þess tímabils, en til samanburðar var tekjuafkoman neikvæð um 29,2 milljarða króna á sama tíma 2012 eða 2,3% af landsframleiðslu.

Heildarskuldir ríkissjóðs námu 1.933 milljörðum króna í lok 3. ársfjórðungs 2013 sem samsvarar 108,5% af áætlaðri landsframleiðslu ársins. Hrein peningaleg eign ríkissjóðs, þ.e. peningalegar eignir umfram skuldir, var neikvæð um 878 milljarða króna í lok ársfjórðungsins, en það samsvarar 49,3% af áætlaðri landsframleiðslu ársins. Hrein peningaleg eign ríkissjóðs dróst saman um 55 milljarða króna milli 3. ársfjórðungs 2012 og 2013.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK