Már: Mat Analytica á verðbólguáhrifum ekki raunhæft

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sagði úttekt fjármálaráðgjafafyrirtækisins Analytica vegna skuldaleiðréttingar vera …
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sagði úttekt fjármálaráðgjafafyrirtækisins Analytica vegna skuldaleiðréttingar vera óraunhæfa. Eggert Jóhannesson

Seðlabankinn gerir ráð fyrir meiri verðbólgu vegna leiðréttingaaðgerða stjórnvalda fyrir verðtryggt lán en gert er í úttekt Analytica sem kynnt var samhliða tillögunum þann 1. desember. Þetta kom fram á fundi í bankanum í kjölfar vaxtaákvörðunar í dag. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sagði bankann búa yfir þróaðra líkani en fjármálaráðgjafafyrirtækið Analytica, sem gerði úttektina.

Á fundinum var Már spurður út í rökstuðning peningastefnunefndar við vaxtaákvörðuninni, sem var á öðrum nótum en rökstuðningur Analytica varðandi leiðréttingartillögurnar. Sagðist hann ekki ætla í neina palladóma um vinnu fyrirtækisins en að ljóst væri að líkan bankans væri mun þróaðra og væri byggt upp með margra ára vinnu sérfræðinga. „Okkar mat verður væntanlega annað en Analytica,“ sagði Már.

Þá sagði hann að Analytica væri vorkunn að hafa ekki fengið meiri tíma til að greina áhrifin, en Már sagði bankann enn ekki vera kominn með endanlegt mat. Þó væri ljóst að eftirspurnaráhrif tillagnanna væru mun meiri en kynnt var og það myndi leiða til lægra gengis krónunnar. Þetta tvennt myndi svo leiða til hærri verðbólgu ef bankinn myndi ekki bregðast við, t.d. með hærri vöxtum. „Við teljum þetta mat á verðbólguáhrifum Analytica ekki raunhæft,“ sagði Már.

Verkefnið sem fyrir liggur vegna verðbólguáhrifa verður mjög stór fyrir Seðlabankann að mati Más, en þó ekki óyfirstíganlegt. Már sagði nauðsynlegt að ráðast í mótvægisaðgerðir, en að þær myndu að miklu ráðast af því hvernig ríkisfjármálin verða og hvort stjórnvöld muni skapa hvata fyrir landsmenn til að spara í stað þess að skapa hvata til að fara í útlán og frekari lántöku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK