Nýtt frumkvöðlasetur

Jon Tetzchner ávarpaði gesti á formlegri opnun Innovation House í …
Jon Tetzchner ávarpaði gesti á formlegri opnun Innovation House í gær. mbl.is/Eggert

Í gær var nýtt frum­kvöðlaset­ur á veg­um Jons Tetzchners, Innovati­on Hou­se á Eiðis­torgi 13-15, opnað við hátíðlega at­höfn. Ávörp fluttu m.a. Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Jon Stephen­son von Tetzchner, Kristján Freyr Kristjáns­son o.fl.

Í til­kynn­ingu frá Innovit seg­ir m.a.: „Tutt­ugu sprota­fyr­ir­tæki hafa komið sér fyr­ir í nýju frum­kvöðlasetri á Eiðstorgi, svo­kölluðu Innovati­on Hou­se. Stofn­andi þess er hinn ís­lensk-norski Jon Stephen­son von Tetzchner sem m.a. er þekkt­ur fyr­ir að hafa stofnað Opera Software en marg­ir þekkja Opera-net­vafrann sem notið hef­ur tölu­verðra vin­sælda um all­an heim.

Innovati­on Hou­se opnaði dyr sín­ar nú í haust og um leið myndaðist lang­ur biðlisti áhuga­samra fyr­ir­tækja. Lágt leigu­verð, aðgang­ur að frjóu um­hverfi og mikið líf og fjör eru senni­lega helstu ástæður þess­ar­ar miklu eft­ir­spurn­ar.

Fyr­ir­tæk­in eru af ýms­um toga og starfa m.a. við vöru- og fata­hönn­un, hug­búnaðargerð, ferðaþjón­ustu, fjár­mál, heil­brigðis­vís­indi, svefnmeðferð, fjöl­miðlun, verk­fræði o.fl.“

Viðtök­ur fram úr vænt­ing­um

Fram kom á mbl.is í októ­ber sl. að það tók aðeins ör­fá­ar vik­ur að fylla hið nýja frum­kvöðlaset­ur, sem form­lega var vígt í gær.

Um 20 fyr­ir­tæki eru búin að koma sér fyr­ir með um 100 starfs­menn í hús­næðinu. Anne Stav­nes, for­stöðumaður set­urs­ins, sagði í októ­ber að viðtök­urn­ar hefðu verið fram­ar vænt­ing­um og að flýta hefði þurft fram­kvæmd­um við seinni væng hús­næðis­ins vegna mik­ill­ar eft­ir­spurn­ar.

Í heild eru 24 her­bergi í hús­næðinu á tæp­lega 800 fer­metr­um, en þar var áður skrif­stofa Lyfja­stofn­un­ar. Hús­næðið skipt­ist upp í tvær álm­ur, sem hver hef­ur 12 skrif­stof­ur, en auk þess eru tvö fund­ar­her­bergi og sal­ur sem get­ur hýst um 100 manns.

Yfir 100 starfs­menn
» Í októ­ber höfðu 18 fyr­ir­tæki hafið starf­semi sína í Innovati­on Hou­se á Eiðis­torgi, en í dag eru þau 20 tals­ins, með yfir 100 starfs­menn.
» Fyr­ir­tæk­in eru af ýms­um toga og starfa m.a. við vöru- og fata­hönn­un, hug­búnaðargerð, ferðaþjón­ustu, fjár­mál, heil­brigðis­vís­indi, svefnmeðferð, fjöl­miðlun, verk­fræði o.fl.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK