Stjórnvöld í Bandaríkjunum lýstu því yfir í dag að þau ætluðu að draga úr þeim aðgerðum sem gripið var til í ársbyrjun 2009 í þeim tilgangi að örva efnahagslífið. Ákvörðunin felur m.a. í sér að Seðlabanki Bandaríkjanna mun draga úr kaupum á skuldabréfum.
Þegar Barack Obama tók við forsetaembætti í ársbyrjun 2009 greip hann til margvíslegra aðgerð í þeim tilgangi að örva efnahagslífið. Á þeim tíma fór atvinnuleysi hratt vaxandi og samdráttur var í landsframleiðslu. Aðgerðirnar byggðu á því að ríkið gæti með inngripi komið efnahagslífinu í gang að nýjum. Aðgerðirnar hafa kostað ríkissjóð mikla fjármuni og hafa þær átt þátt í að skuldir hans hafa hækkað hratt.
Peningamálaaðgerðir seðlabankans fela m.a. í sér að bankinn kaupir skuldabréf eftir ááætlun sem hann hefur birt opinberlega. Í tilkynningu stjórnvalda segir að hagvöxtur sé nú öflugur og því sé tímabært að draga úr þessum aðgerðum. Efnahagslífið þurfi ekki lengur á að halda þeim aðgerðum sem gripið var til.
Mikil viðbrögð urðu á mörkuðum í Bandaríkjunum eftir að tilkynningin var gerð opinber. Dow Jones hlutabréfavísitalan hækkaði um meira en 1% á nokkrum mínútum.
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er núna 7%, en stjórnvöld reikna með þetta hlutfall lækki í 6,3% á næstu 12 mánuðum.
Fram að þessu hafa aðgerðir þeirra sem stýra efnahagsmálum í Bandaríkjunum miðað að því að halda vöxtum lágum. Tilkynningin í dag gæti bent til að vextir fari að þokast upp á við.