Flugfélagið selur Fokker til Kongó

Fokker 50 í flugtaki frá Reykjavíkurvelli.
Fokker 50 í flugtaki frá Reykjavíkurvelli. mbl.is/Árni Sæberg

Flugfélag Íslands fækkar um eina vél í flota sínum á næstu dögum með sölu á Fokker til Afríkuríkisins Kongó. Vélin verður afhent nýjum eigendum strax eftir áramótin.

„Þessi ráðstöfun er í samræmi við aðstæður. Þegar best lét árið 2007 voru farþegar okkar nærri 430 þúsund á ári en síðan þá hefur þeim fækkað um nær 30%. Þar kemur margt til, meðal annars að fjárhagur fólks og fyrirtækja er þrengri og eins jók fyrri ríkisstjórn álögur og skatta á flugið mikið og fyrir vikið höfum við þurft að hækka fargjöld,“ sagði Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri FÍ, í samtali við Morgunblaðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK