Höftin stöðva viðskipti með Bitcoin

Viðskipti með Bitcoin gjaldmiðilinn eru ekki heimil samkvæmt íslenskum lögum …
Viðskipti með Bitcoin gjaldmiðilinn eru ekki heimil samkvæmt íslenskum lögum um gjaldeyrismál. AFP

Óheim­ilt er að eiga gjald­eyrisviðskipti með ra­f­ræna gjald­miðil­inn Bitco­in sam­kvæmt ís­lensk­um lög­um um gjald­eyr­is­mál. Í skrif­legu svari frá Seðlabanka Íslands til Morg­un­blaðsins kem­ur fram að í lög­um um gjald­eyr­is­mál sé kveðið á um al­menn­ar tak­mark­an­ir á gjald­eyrisviðskipt­um og fjár­magns­hreyf­ing­um milli landa. „Ekki verður séð að ákvæði lag­anna sem und­anþiggja vöru- og þjón­ustu­viðskipti frá áður­nefnd­um tak­mörk­un­um eigi við um viðskipti með Bitco­in eða að aðrar und­anþágur frá tak­mörk­un­um lag­anna eigi við um slík viðskipti,“ seg­ir í svari Seðlabank­ans.

Ra­f­ræna mynt­in Bitco­in hef­ur mikið verið í frétt­um und­an­farn­ar vik­ur vegna mik­ill­ar hækk­un­ar á gengi gjald­miðils­ins. Þegar mest lét um síðustu mánaðar­mót var gengi Bitco­in á köfl­um yfir 1.200 Banda­ríkja­döl­um. Síðan þá hef­ur gengið lækkað tölu­vert og kost­ar Bitco­in nú um kring­um 875 dali.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK