Höftin stöðva viðskipti með Bitcoin

Viðskipti með Bitcoin gjaldmiðilinn eru ekki heimil samkvæmt íslenskum lögum …
Viðskipti með Bitcoin gjaldmiðilinn eru ekki heimil samkvæmt íslenskum lögum um gjaldeyrismál. AFP

Óheimilt er að eiga gjaldeyrisviðskipti með rafræna gjaldmiðilinn Bitcoin samkvæmt íslenskum lögum um gjaldeyrismál. Í skriflegu svari frá Seðlabanka Íslands til Morgunblaðsins kemur fram að í lögum um gjaldeyrismál sé kveðið á um almennar takmarkanir á gjaldeyrisviðskiptum og fjármagnshreyfingum milli landa. „Ekki verður séð að ákvæði laganna sem undanþiggja vöru- og þjónustuviðskipti frá áðurnefndum takmörkunum eigi við um viðskipti með Bitcoin eða að aðrar undanþágur frá takmörkunum laganna eigi við um slík viðskipti,“ segir í svari Seðlabankans.

Rafræna myntin Bitcoin hefur mikið verið í fréttum undanfarnar vikur vegna mikillar hækkunar á gengi gjaldmiðilsins. Þegar mest lét um síðustu mánaðarmót var gengi Bitcoin á köflum yfir 1.200 Bandaríkjadölum. Síðan þá hefur gengið lækkað töluvert og kostar Bitcoin nú um kringum 875 dali.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka