30 milljarða gjaldþrot Stapa

Helsta eigna Stapa var í tískuvörukeðjunni Mosaic Fashions sem rak …
Helsta eigna Stapa var í tískuvörukeðjunni Mosaic Fashions sem rak m.a. Karen Millen verslanirnar. mbl.is

Engar eignir fundust í þrotabúi fjárfestingarfélagsins Stapa. Lýstar kröfur námu 30,2 milljörðum króna. Stapi varð til við fjárhagslega endurskipulagningu Gnúps eftir að Glitnir tók forræði yfir félaginu árið 2008.

Helsta eign félagsins var 11,2% hlutur í tískuvörukeðjunni Mosaic Fashion. Þá átti Stapi einnig hlut í Landic Property, sem varð gjaldþrota í janúarlok árið 2010.

Stapi var úrskurðaður gjaldþrota 21. desember á seinasta ári og lauk skiptum þrotabúsins 16. desember síðastliðinn, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu.

Gnúpur var stofnaður í októbermánuði árið 2006 og átti, þegar mest var, um fimmtungshlut í FL Group, þar sem félagið var stærsti hluthafinn. Einnig var félagið um tíma þriðji stærsti hluthafi Kaupþings.

Fjölskylda Kristins Björnssonar, fyrrverandi forstjóra olíufélagsins Skeljungs, átti áður 44% hlut í Gnúpi sem og útgerðarmaðurinn Magnús Kristinsson, kona hans og bróðir, Birkir Kristinsson.

Glitnir tók félagið hins vegar yfir í janúar 2008.

Gjaldþrota tískuvörukeðja

Tískuvörukeðjan Mosaic Fashion, sem var helsta eign Stapa, var úrskurðuð gjaldþrota í marsmánuði árið 2009 en aðeins fengust 1,27% upp í almennar kröfur, sem námu ríflega 3,2 milljörðum króna. Baugur átti um 49% hlut í keðjunni í gegnum eignarhaldsfélagið F-Capital en á móti Baugi átti Kaupþing 20% hlut, Stapi 11,2% hlut og tískuhönnuðurinn Karen Millen 6,75% hlut.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK