Mætti selja Keflavíkurflugvöll

Keflavíkurflugvöllur
Keflavíkurflugvöllur mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Eft­ir fimm ára verk slita­stjórn­anna þá er niðurstaðan sú að ekk­ert raun­veru­legt hef­ur komið út úr þeirri vinnu. Þetta seg­ir Heiðar Már Guðjóns­son, fjár­fest­ir og eig­andi eign­ar­halds­fé­lags­ins Úrsus­ar. Hann seg­ir að gömlu bank­arn­ir þurfi að fara í þrot sem fyrst svo hægt sé að vinna að af­námi fjár­magns­haft­anna, sem hann tel­ur að muni hefjast á næsta ári.

Í ára­mótaviðtali við mbl.is legg­ur Heiðar mikla áherslu á aukna sam­vinna milli Íslands og Græn­lands, en í því sam­hengi tel­ur hann fríversl­un­ar­samn­ing mik­il­væg­ast­an. Þá er hann þeirr­ar skoðunar að horfa þurfi til sölu á rík­is­eign­um til að mæta gíf­ur­leg­um skuld­um rík­is­sjóðs og nefn­ir í því sam­hengi flug­stöðina á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Vill fríversl­un­ar­samn­ing við Græn­land

„Árið hef­ur verið skárra en und­an­far­in ár, bæði alþjóðlega og á Íslandi,“ seg­ir Heiðar þegar hann er spurður um það hvernig hann telji árið 2013 hafa verið. Hann hef­ur lengi verið gagn­rýn­inn á margt í ís­lensku viðskipta­lífi og ligg­ur ekki á skoðunum sín­um um að koma þurfi at­vinnu­líf­inu bet­ur í gang og af­nema höft­in. Hann seg­ir fjöl­mörg tæki­færi vera til staðar og að Ísland hafi marg­ar leiðir til að bæta hag sinn á næstu árum.

Heiðar hef­ur síðustu ár mikið talað fyr­ir aukn­um sam­skipt­um við Græn­land og tæki­fær­um þar. Hann seg­ir að Íslend­ing­ar þurfi að horfa til þess að taka að sér for­ystu á norður­slóðum. Nú þegar sé komið ákveðið frum­kvæði eft­ir að ný rík­is­stjórn setti sér ákveðna stefnu í þeim mál­um, en margt megi enn bæta. Upp á síðkastið hafa mörg ís­lensk fyr­ir­tæki séð þessi tæki­færi og nefn­ir hann að Eim­skip sé komið í sam­starf um flutn­inga og Brim og Sam­herji hafi fjár­fest á Græn­landi. Þá vilji græn­lenska stjórn­in vinna með Íslend­ing­um og það beri að nýta. Hann seg­ir nauðsyn­legt að at­vinnu­lífið fjár­festi frek­ar þarna, því í dag séu allt of mikl­ir fjár­mun­ir bundn­ir inn í vondu hafta­kerfi hér á landi. Önnur stór hindr­un­in að hans mati er að ekki sé búið að koma á samn­ingi milli ríkj­anna. „Meðan fríversl­un­ar­samn­ing­ur er ekki í gildi verður sam­keppni við Dani erfið á Græn­landi,“ seg­ir Heiðar.

Sér höft­in taka að leys­ast á næsta ári

Þegar talið berst að höft­un­um er Heiðar ákveðinn og seg­ir að setja eigi bank­ana sem fyrst í þrot. Nú­ver­andi rík­is­stjórn er að hans mati á réttri leið þar, enda þurfi hún að hafa sem minnst af­skipti og af­nema þær und­anþágur sem föllnu bank­arn­ir hafa. Það hafi meðal ann­ars verið gert með því að fella niður und­anþágu frá banka­skatti. Hann seg­ir að koma þurfi í veg fyr­ir að slita­stjórn­irn­ar geti enda­laust makað krók­inn og skerpa þurfi á lög­gjöf­inni kring­um svona bú. „Eft­ir fimm ára verk slita­stjórn­ar­inn­ar, þá er niðurstaðan sú að ekk­ert raun­veru­legt hef­ur komið út úr þeirri vinnu,“ seg­ir Heiðar og bæt­ir við að hann sé þó að verða bjart­sýnni á að eitt­hvað fari að þokast með bæði gömlu bank­ana og fjár­magns­höft­in á næsta ári. Þannig verði hægt að byrja á af­námi haft­anna þegar bank­arn­ir séu orðnir að litlu vanda­máli og spá­ir hann því að það ger­ist fyrr en seinna. „Ég ætla að ger­ast djarf­ur og spá því að höft­in fari að hverfa á ár­inu, þó í skref­um,“ seg­ir hann.

Ríkið mætti selja flug­völl­inn, hafn­ir og vegi

Á síðustu árum hef­ur rík­is­sjóður verið á rangri braut að sögn Heiðars og er nauðsyn­legt að snúa því við. Hann seg­ir að í grunn­inn þurfi að end­ur­skipu­leggja rík­is­sjóð til að snúa af langvar­andi skulda­söfn­un. „Meðan rík­is­sjóður skuld­ar svona mikið för­um við á haus­inn.“ Nefn­ir hann að síðasta rík­is­stjórn hafi aukið skulda­söfn­un um 1.200 millj­arða, þegar tekið sé mið af líf­eyr­is­sjóðsskuld­bind­ing­um við rík­is­starfs­menn sem ekki hafi verið greitt til. Legg­ur hann til að farið verði í sölu á rík­is­eign­um og nefn­ir í því sam­hengi flug­stöðina á Kefla­vík­ur­flug­velli. Seg­ir hann að í flest­um ná­granna­ríkj­um okk­ar þekk­ist það ekki að ríkið eigi flug­velli og tel­ur hann einkaaðila bet­ur til þess fallna að byggja völl­inn upp. Þá seg­ir hann að losa megi um ýmsa innviði sem gefi lítið af sér. Seg­ir hann að til dæm­is væri hægt að selja líf­eyr­is­sjóðum og fjár­fest­um hafn­ir og vegi til að losa um fé til að greiða niður skuld­ir.

Ferðamanna­skatt­ur gal­in hug­mynd

Heiðar seg­ir að þrátt fyr­ir að ástandið hér sé enn ekki eins og best væri á kosið, þá séu hér gríðarleg tæki­færi til að nýta auðlind­ir, koma að upp­bygg­ingu á norður­slóðum og að bæta landið sem ferðamannastað. Hann seg­ir þó al­gjört glapræði að fara í að inn­heimta eitt­hvert komu­gjald eða selja ferðamannapassa. „Slík miðstýr­ing er gal­in og myndi aðeins auka áhrif póli­tík­usa sem stýra út­hlut­un­inni,“ seg­ir hann. Besta aðferðin er að hans mati að leyfa rekstr­araðilum hvers staðar að fá að ákveða hvernig og hversu mik­il gjöld séu inn­heimt. „Besta dæmið um þetta er drullupoll­ur­inn við Grinda­víkuraf­leggj­ar­ann“ seg­ir Heiðar í gam­an­söm­um tón.

Á heild­ina litið seg­ir hann að þrátt fyr­ir mörg erfið ár að baki, þá séu hér á landi næg tæki­færi sem Íslend­ing­ar þurfi að nýta bet­ur. Þó þurfi að haga skatt­lagn­ingu þannig að hún vinni að hag­sæld í land­inu og upp­bygg­ingu.

Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir og eigandi eignarhaldsfélagsins Úrsusar. Hann vill …
Heiðar Már Guðjóns­son, fjár­fest­ir og eig­andi eign­ar­halds­fé­lags­ins Úrsus­ar. Hann vill auka sam­skipti við Græn­land og að tekið verði á skulda­söfn­un rík­is­sjóðs.
Frá Nuuk á Grænlandi. Heiðar segir fjölmörg tækifæri vera fyrir …
Frá Nuuk á Græn­landi. Heiðar seg­ir fjöl­mörg tæki­færi vera fyr­ir ís­lensk fyr­ir­tæki við þjón­ustu og upp­bygg­ingu í land­inu. Skapti Hall­gríms­son
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK