Atvinnulífið tekur við sér á evrusvæðinu

Umsvif í atvinnulífinu á evrusvæðinu hafa ekki verið jafn mikil …
Umsvif í atvinnulífinu á evrusvæðinu hafa ekki verið jafn mikil síðustu þrjú árin og þau mældust í nóvember. AFP

Umsvif í atvinnulífinu á evrusvæðinu hafa ekki vaxið jafn mikið í tæplega þrjú ár og þau gerðu í nóvember. Þetta sýna nýjar tölur úr könnun sem gerð var meðal innkaupastjóra stórra fyrirtækja. Hækkaði vísitala innkaupa úr 51,6 stigum upp í 52,7 stig, en þetta var þriðji mánuðurinn í röð sem vísitalan hækkaði.

Chris Williamsson, aðalhagfræðingur hjá hagfræðiráðgjafastofunni Markit sem framkvæmdi könnunina, segir að þessi styrking í framleiðslugeiranum hjálpi evrusvæðinu að komast á réttan kjöl aftur og skapi meiri stöðugleika. Þá sagði hann pöntunarstöðu, útflutningstölur og vinnuskýrslur ýta undir gott gengi árið 2014.

Þýskaland, Ítalía og Spánn voru með mesta aukningu síðan árið 2011, en í Frakklandi var aftur á móti örlítil lækkun, aðallega vegna minni útflutnings. Segir Williamsson að minni samkeppnishæfni Frakklands skýri aðallega þá lækkun. Önnur lönd eins og Grikkland sýndu aftur á móti bestu stöðu í rúmlega fjögur ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK