Atvinnulífið tekur við sér á evrusvæðinu

Umsvif í atvinnulífinu á evrusvæðinu hafa ekki verið jafn mikil …
Umsvif í atvinnulífinu á evrusvæðinu hafa ekki verið jafn mikil síðustu þrjú árin og þau mældust í nóvember. AFP

Um­svif í at­vinnu­líf­inu á evru­svæðinu hafa ekki vaxið jafn mikið í tæp­lega þrjú ár og þau gerðu í nóv­em­ber. Þetta sýna nýj­ar töl­ur úr könn­un sem gerð var meðal inn­kaupa­stjóra stórra fyr­ir­tækja. Hækkaði vísi­tala inn­kaupa úr 51,6 stig­um upp í 52,7 stig, en þetta var þriðji mánuður­inn í röð sem vísi­tal­an hækkaði.

Chris Williams­son, aðal­hag­fræðing­ur hjá hag­fræðiráðgjafa­stof­unni Markit sem fram­kvæmdi könn­un­ina, seg­ir að þessi styrk­ing í fram­leiðslu­geir­an­um hjálpi evru­svæðinu að kom­ast á rétt­an kjöl aft­ur og skapi meiri stöðug­leika. Þá sagði hann pönt­un­ar­stöðu, út­flutn­ingstöl­ur og vinnu­skýrsl­ur ýta und­ir gott gengi árið 2014.

Þýska­land, Ítal­ía og Spánn voru með mesta aukn­ingu síðan árið 2011, en í Frakklandi var aft­ur á móti ör­lít­il lækk­un, aðallega vegna minni út­flutn­ings. Seg­ir Williams­son að minni sam­keppn­is­hæfni Frakk­lands skýri aðallega þá lækk­un. Önnur lönd eins og Grikk­land sýndu aft­ur á móti bestu stöðu í rúm­lega fjög­ur ár.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK