Gullverð hækkaði mikið á árunum eftir 2000 og sérstaklega eftir fjármálakreppuna. Verðið fór upp um heil 500% þangað til á síðasta ári þegar verðfallið varð rúmlega 28%. Á nýársdag var verðið komið niður í 1199,9 Bandaríkjadali á únsu, en hæst hafði verið farið upp í 1923,9 dollara í september árið 2011.
Margir miðlarar og sjóðir hafa losað sig við gulleign síðustu misserin, en meðal annars seldi fjárfestirinn frægi George Soros allt sitt gull um mitt árið. Niðursveiflan á síðasta ári er sú mesta í 32 ár, en síðast þegar gullverð lækkaði jafn mikið á stuttum tíma var það árið 1981.