Skil á ársreikningum aldrei betri

Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri.
Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri. mbl.is/Kristinn

Skil á ársreikningum fyrir árið 2012 eru nú komin yfir 80%, en þau hafa aldrei farið yfir þá tölu áður. Þetta segir Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri í samtali við mbl.is. Mikil aukning hefur verið á síðustu árum, en Skúli segir það ekki síst að þakka skipulagsbreytingum hjá embættinu, nýjum lagaheimildum og mikils áróðurs fyrir því að ársreikningum væri skilað, meðal annars með framgöngu áhrifamikilla hagsmunasamtaka í atvinnulífinu. 

Skúli segir að fyrir nokkrum árum hafi ástandið verið allt annað og aðeins um 50% fyrirtækja skilað ársreikningi. Bætingin hefur verið mikil síðan þá, en meðal annars hafi met verið slegið síðustu þrjú ár og er árið í ár engin undantekning þar á. Fyrirtækjum er skylt að skila ársreikningum í lok ágúst ár hvers. Geri þau það ekki hefur Ríkisskattstjóri heimild til þess að sekta þau um sem nemur 250 þúsund krónum, en við mikil vanskil er hægt að hækka þá upphæð.

Í fyrra skiluðu 75,7% allra fyrirtækja ársreikningi, en skráð fyrirtæki um síðustu áramót voru 33.081. Flest fyrirtækjanna voru búin að skila inn reikningum til Ríkisskattstjóra fyrir áramót, en um þessi áramót voru skil komin upp í 80,7% og hafa því aukist um fimm prósentustig. Að einhverju leiti skýrist það af því að fyrirtækjum hefur fækkað um 300, en fjöldi skila hefur engu að síður aukist um rúmlega 1500 milli ára og voru 26.512 fyrirtæki búin að skila reikningum um þessi áramót.

Samanburður á ársreikningaskilum milli ára.
Samanburður á ársreikningaskilum milli ára. Mynd/RSK
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka