Húsnæðisverð hækkar áfram í Bretlandi

Fjármálahverfi Lundúna
Fjármálahverfi Lundúna Mynd/AFP

Fjármálastofnanir í Bretlandi óttast nú bólumyndun á húsnæðismarkaði en á síðasta ári hækkaði húsnæðisverð að meðaltali um 8,4%. Mest var hækkunin í Lundúnum og í Manchester. Þar sem mesta hækkunin var, hækkaði verðið um meira en 20%. Mesta hækkunin kom undir lok ársins. Minnst var hækkunin á Norður-Englandi og í Skotlandi. Meðalhúsnæðisverð er nú orðið hærra en það var í apríl árið 2008. Aðalhagfræðingur IHS Global Insight segist búast við að húsnæðisverð muni hækka um önnur 8% á árinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka