Gjaldþrot athafnamanns 2,5 milljarðar

Helgafellsland í Mosfellsbæ.
Helgafellsland í Mosfellsbæ. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Kröfur í bú athafnamannsins Arnars Sölvasonar námu um tveimur og hálfum milljarði, en ekkert fékkst upp í lýstar kröfur. Arnar kom meðal annars að fjárfestingu á Helgafellslandinu í Mosfellsbæ. Arnar var í sjálfskuldarábyrgð fyrir félagið Helgafellsbyggðir, sem kom að uppbyggingu svæðisins, en skuldir þess við Landsbankann námu á tímabili um 10 milljörðum. Arnar var minnihlutaeigandi í félaginu, en bankinn tók eignir upp í skuldir áður en bú Arnars var gert upp. Arnar var um tíma eigandi rúmlega 900 fermetra fokhelds húsnæðis við Sunnuflöt í Garðabæ, en verðmiði á eignina var um 93 milljónir.

Stærsti kröfuhafi í þrotabúið var gamli Landsbankinn með um 1.300 milljóna kröfur, en nýi Landsbankinn var með um 800 milljóna kröfur. Hann hafði áður eignast flestar eignir búsins við uppboð í desember 2012. 

Gjaldþrotið er með stærri gjaldþrotum einstaklings hér á landi, en áfram er þó gjaldþrot Björgólfs Guðmundssonar langstærsta þrot einstaklings hér á landi. Gjaldþrot hans nam um 96 milljörðum. Fátítt er að gjaldþrot einstaklinga séu talin í milljörðum króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK