Sterk króna í upphafi árs

Krónan er mun sterkari í upphafi árs en í fyrra.
Krónan er mun sterkari í upphafi árs en í fyrra. mbl.is/Árni Sæberg

Eft­ir mynd­ar­lega styrk­ingu í des­em­ber­mánuði er gengi krónu í árs­byrj­un nú um­tals­vert hærra en raun­in var á sama tíma í fyrra. Verðbólguþrýst­ing­ur er að sama skapi minni um þess­ar mund­ir. Þró­un­in kem­ur Seðlabank­an­um vel, enda eyk­ur hún trú á getu bank­ans til að halda geng­is­sveifl­um í skefj­um, auk þess sem hann hef­ur náð að afla sér tölu­verðs gjald­eyr­is síðustu mánuði. Auk þess hef­ur þró­un­in dregið úr verðbólgu­vænt­ing­um. Þetta kem­ur fram hjá grein­ing­ar­deild Íslands­banka í dag.

Krón­an er um 7% sterk­ari gagn­vart evru og 10% sterk­ari gagn­vart doll­ar en raun­in var fyr­ir einu ári. Gagn­vart viðskipta­veg­inni körfu helstu gjald­miðla er krón­an nú u.þ.b. 10% sterk­ari en raun­in var fyr­ir ári.

Geng­isþróun krón­unn­ar hef­ur verið ólík í vet­ur því sem var árin á und­an. Frá nóv­em­ber­byrj­un 2013 hef­ur krón­an styrkst um ríf­lega 4% gagn­vart körfu helstu gjald­miðla og hef­ur hún ekki verið sterk­ari á þenn­an mæli­kv­arða síðan í maí síðastliðnum. Frá nóv­em­ber­byrj­un 2012 fram til ára­móta veikt­ist krón­an hins veg­ar um nærri 3%, og árið þar á und­an nam veik­ing­in á sama tíma­bili nærri 2%, seg­ir grein­ing­ar­deild­in og bæt­ir við að styrk­ing­in und­an­farið komi á óvart.

Ýmsar ástæður má nefna fyr­ir þess­ari ólíku þróun. Meðal ann­ars seg­ir grein­ing­ar­deild­in að af­borg­an­ir er­lendra lána fyr­ir­tækja og op­in­berra aðila séu tals­vert smærri í sniðum þenn­an vet­ur­inn en raun­in var ári fyrr. Þá hef­ur gjald­eyr­isstaða Lands­bank­ans breyst mikið, og end­ur­spegl­ast sterk lausa­fjárstaða bank­ans í gjald­eyri m.a. í  50 millj­arða fyr­ir­fram­greiðslu hans inn á skulda­bréf gagn­vart þrota­búi gamla Lands­bank­ans. Síðast en ekki síst hef­ur gjald­eyr­is­inn­flæði vegna ferðamanna og vöru­viðskipta auk­ist milli ára, og sér í lagi hef­ur ferðamanna­straum­ur utan há­anna­tíma vaxið um­tals­vert.

Ekki lít­ur út fyr­ir að veru­leg breyt­ing verði á þess­um aðstæðum næsta kastið að mati grein­ing­ar­deild­ar­inn­ar og því eru ágæt­ar lík­ur á að gengi krónu muni áfram verða nokkru hærra en það var í fyrra, þótt ómögu­legt sé að segja til um skamm­tíma­sveifl­ur í geng­inu.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK