Íslensk ferðaþjónusta hefur haldið hagvextinum uppi

Ferðamenn við Geysi. Ekkert lát virðist vera á komum ferðamenna …
Ferðamenn við Geysi. Ekkert lát virðist vera á komum ferðamenna hingað til lands en enn eitt metið var slegið í fyrra. mbl.is/Ómar

Met var slegið á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2013 en aldrei hafa fleiri erlendir ferðamenn sótt landið heim. Um 739.328 erlendir ferðamenn fóru frá landinu um Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem er aukning upp á næstum tuttugu prósent milli ára.

2013 er því þriðja árið í röð sem svo mikil fjölgun milli ára hefur orðið, en á árunum 2011 og 2012 nam aukningin 19,6% og 17,8% á árunum 2010 og 2011.

Ferðaþjónustan sem atvinnugrein stóð lengi vel í skugganum af meginútflutningsgreinunum tveimur, áli og sjávarútvegi, en allt bendir til þess að greinin hafi á liðnu ári verið leiðandi þáttur í gjaldeyrisöflun í fyrsta sinn. Hefur því þessi tiltölulega unga atvinnugrein tekið við keflinu sem stærsta útflutningsgrein okkar Íslendinga.

Í fréttaskýringu um þetta mál í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag segir, að samkvæmt spám greinenda mun ekkert lát verða á þessari miklu fjölgun ferðamanna á næstu misserum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK