Tvær blokkir á smálánamarkaði

mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Smá­lána­heim­ur­inn skipt­ist í tvær blokk­ir. Ann­ars veg­ar eru fyr­ir­tæk­in Kredia og Smá­lán. Þau eru bæði í skráð í eigu Leifs Al­ex­and­ers Har­alds­son­ar.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Kjarn­ans er end­an­leg­ur eig­andi fé­lag­anna hins veg­ar fjár­fest­ir frá Slóvakíu sem heit­ir Mario Meg­ela. Meg­ela þessi á hlut í fé­lagi sem heit­ir DCG ehf. Leif­ur er hins veg­ar skráður 100 pró­senta eig­andi þess fé­lags í ís­lensku fyr­ir­tækja­skránni, en hann er auk þess for­stjóri DCG.

Fyr­ir­tækið er með víðtæka starf­semi á Íslandi og í Tékklandi. Fyr­ir utan ís­lensku smá­lána­fyr­ir­tæk­in tvö á DCG meðal ann­ars Kredia.cz, smá­lána­fyr­ir­tæki í Tékklandi, Hóp­kaup, Heim­kaup og Spot­On, ís­lenskt hug­búnaðarfyr­ir­tæki sem starfar á aug­lýs­inga­markaði og býður upp á sam­bæri­lega þjón­ustu og Google Ads.

Í des­em­ber síðastliðnum keypti DCG síðan inn­heimtu­fyr­ir­tækið In­kasso, sem hef­ur meðal ann­ars séð um inn­heimtu fyr­ir smá­lána­starf­semi, af Íslensku lög­fræðistof­unni sem hafði átt fyr­ir­tækið í um þrjú ár.

Hauk­ur Örn Birg­is­son, einn eig­enda Íslensku lög­fræðistof­unn­ar, hef­ur starfað sem lögmaður Kredia og Útlána, sam­taka smá­lána­fyr­ir­tækja. Hauk­ur staðfesti söl­una í sam­tali við Kjarn­ann og sagðist ekki leng­ur vera lögmaður Útlána.

Hin blokk­in á ís­lenska smá­lána­markaðnum er sam­an­sett af þrem­ur fyr­ir­tækj­um: Hrað - pen­ing­um, 1909 og Múla. Þau eru öll í eigu fé­lags sem skráð er á Kýp­ur og heit­ir Jumdon Fin­ance Ltd. For­svarsmaður og fram­kvæmda­stjóri fé­lag­anna á Íslandi er Óskar Þorgils Stef­áns­son. Þegar Kjarn­inn setti sig í sam­band við Óskar og óskaði eft­ir upp­lýs­ing­um um end­an­lega eig­end­ur Jumdon Fin­ance sagðist hann þurfa að senda fyr­ir­spurn á stjórn­ar menn fé­lags­ins á Kýp­ur vegna máls­ins. Þrátt fyr­ir ít­rekaðar til­raun­ir til að fá Óskar til að svara spurn­ing­unni um eign­ar­haldið fékkst slíkt ekki áður en Kjarn­inn kom út, að því er seg­ir í Kjarn­an­um sem kom út í morg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK