Verðmæti gullforðans lækkar um 5 milljarða

Verðmæti gullforða Seðlabankans hefur dregist saman um næstum þriðjung á …
Verðmæti gullforða Seðlabankans hefur dregist saman um næstum þriðjung á aðeins einu ári. Mynd/wikipedia.org

Verðmæti gullforða Seðlabanka minnkaði um tæplega fimm milljarða á síðasta ári, en það skýrist af miklu verðfalli gulls á árinu. Seðlabankinn á 64 þúsund únsur af gulli, en verðmæti þess var metið 13,757 milljarðar í árslok 2012. Um síðustu áramót var gullforðinn aftur á móti metinn á 8.817 milljarða, sem er lækkun upp á 4.940 milljarða.

Gullverð hækkaði mikið á árunum eftir 2000 og fór upp um 500% fram til ársins 2012 þegar halla tók undan fæti og við tók mesta lækkun í þrjá áratugi upp á tæplega 30%. Heimsmarkaðsverð á gulli er almennt talið þróast í réttu hlutfalli við áhættumat markaða. Frá 2008 jókst áhættumat markaða verulega og gullverð hækkaði. Á árinu 2012 gekk mat markaða á áhættu síðan til baka að hluta og bandaríski seðlabankinn tók fyrstu skref í að draga úr magnbundinni íhlutun sinni á dollaramarkaði. Samhliða þessari þróun gekk verðmat markaða á gulli til baka að hluta.

Gullforði Seðlabanka Íslands hefur á þessum tíma verið óbreyttur, en samkvæmt upplýsingum frá bankanum hefur hann ekki breyst síðan fyrir síðustu aldamót. Lækkun bankans umfram lækkun á heimsmarkaði má rekja til þess að einnig hafa orðið sveiflur á gegni og hefur það áhrif á mat bankans á gulleigninni.

Seðlabankinn á 64 þúsund únsur af gulli og hefur sá …
Seðlabankinn á 64 þúsund únsur af gulli og hefur sá forði ekkert breyst síðan á síðustu öld. Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK