Samdráttur um 5,6% í bílasölu

Bílasala á síðasta ári olli vonbrigðum, en hún dróst þá …
Bílasala á síðasta ári olli vonbrigðum, en hún dróst þá saman um 5,6% milli ára.

Sala á nýjum bílum árið 2013 dróst saman um 5,6% milli ára, en 8026 bifreiðar voru nýskráðar á árinu samanborið við 8507 árið 2012. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu. Vinsælasta bíltegundin var Toyota, en 1193 eintök seldust af tegundinni. Þar á eftir kom Volkswagen með 1057 eintök. Í þriðja sæti var svo Skoda með 765 eintök.

Í samtali við mbl.is í lok ársins sagði Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, að forsvarsmenn bílaumboða hér á landi hefðu bundið miklar vonir við árið 2013, en að það hafi komið illa út. Sagði hann söluna hafa verið vonbrigði og þrátt fyrir að hann gerði ráð fyrir að salan myndi ná upp í 8500 á næsta ári sagði hann horfunar ekki ýkja bjartar.

Um 40% af sölu ársins fór til bílaleiga, en ferðaþjónustan hefur síðustu ár haldið sölunni uppi. Frá því eftir hrun hefur sala á nýjum bílum hér á landi verið hlutfallslega lítil og er nú svo komið að bílafloti landsmanna er orðinn sá elsti í Evrópu og segir Özur að það sé allt of gamalt. Meðalaldur bifreiða er um þrettán ár, en það er fimm árum hærra en meðalaldur bifreiða í Evrópu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka