Samskiptin verið frekar lítil hingað til

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Breyt­ing­ar á nátt­úr­unni vegna hlýn­un­ar jarðar leiða til fjölda tæki­færa meðfram áskor­un­um um að leysa vanda­mál sem hljót­ast af breyt­ing­un­um. Þetta seg­ir Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra á fundi Græn­lensk-ís­lenska viðskiptaráðsins á Hót­el Loft­leiðum í dag. Hann sagði að auka ætti sam­starf á sviði rann­sókna og tækni og nefndi meðal ann­ars heil­brigðismál og end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa.

Bjarni rifjaði upp sögu­lega at­b­urði í sögu þjóðanna og sagði mik­il­vægt að styrkja tengsl­in frek­ar, en þau hefðu verið minni en æski­legt væri síðustu ár. Sagði hann ástæðuna meðal ann­ars hafa verið lé­leg­ar sam­göng­ur milli land­anna, en áður fyrr þurfti að fljúga gegn­um Kaup­manna­höfn til Græn­lands. Í dag eru aft­ur á móti fimm flug­ferðir á viku milli land­anna yfir sum­ar­tím­ann, en Bjarni lagði mikla áherslu á að sjó­flutn­ing­ar væru ekki minna mik­il­væg­ir held­ur en flug­sam­göng­ur. Þá vonaðist hann til auk­ins sam­starfs milli land­anna, en full­ur sal­ur áheyr­enda á Hót­el Loft­leiðum í dag sýn­ir að áhugi Íslend­inga á sam­starfi við Græn­land er mik­ill í dag. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK