Framkvæmdastjóri Bónus selur í Högum

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus hefur selt tvær milljónir hlutabréfa í …
Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus hefur selt tvær milljónir hlutabréfa í Högum fyrir 81 milljón. Árni Sæberg

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus hefur selt tvær milljónir hluta í Högum hf. fyrir 81,3 milljónir, en eftir viðskiptin á hann tæplega 2,2 milljónir hluta. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar, en Guðmundur er skráður innherji hjá Högum. Guðmundur hóf störf hjá Bónus árið 1992 en tók við starfi framkvæmdastjóra árið 1998. Hagar eru móðurfélag Bónus, en það rekur auk þess verslanirnar Hagkaup, Zöru og Útilíf. Þá birgjarnir Bananar og Aðföng og kjötvinnslan Ferskar kjötvörur einnig undir hatti Haga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK