Fjárfesta ekki ennþá á Íslandi

Erlendir fjárfestar eru tregir við að koma til Íslands á …
Erlendir fjárfestar eru tregir við að koma til Íslands á meðan þeir hafa verið duglegir að fjárfesta aftur í öðrum löndum sem urðu illa úti í kreppunni. mbl.is/Rósa Braga

Þrátt fyrir að peningar streymi nú til margra landa sem urðu illa úti í fjármálakrísunni, þá er Ísland enn úti í kuldanum meðan ríkisstjórnin stendur í stríði við kröfuhafa föllnu bankanna. Þetta kemur fram í frétt hjá Reauters-fréttaveitunni. Segir þar að fjárfestar hafi undanfarið komið með mikla fjármuni aftur til Írlands, Portúgal og Grikklands, en alveg horft framhjá Íslandi.

Saga hrunsins er rifjuð upp og sagt að síðasta ríkisstjórn hafi verið að vinna í að semja um lausn málsins. Núverandi ríkisstjórn, undir stjórn Sigmundar Gunnlaugssonar, hafi aftur á móti komið viðræðunum í uppnám með bankaskattinum. Síðan þá hafi ávöxtunarkrafa á fimm ára skuldabréf farið úr 4,1% upp í 6,4% fyrr í þessum mánuði. Á sama tíma eru skuldabréf írska ríkisins með 1,8% ávöxtunarkröfu og í Portúgal hefur krafan lækkað niður í 3,8%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK