Gjaldþrot Nýsis samsteypunnar 27 milljarðar

Egilshöll var í eigu Borgarhallar ehf., dótturfélags Nýsis.
Egilshöll var í eigu Borgarhallar ehf., dótturfélags Nýsis. Ingólfur Guðmundsson

Samanlagt gjaldþrot Nýsis hf. og dótturfélaganna Nýsis fasteigna ehf. og Borgarhallarinnar ehf. nemur um 27 milljörðum króna. Í dag var birt tilkynning um skiptalok Nýsis og Borgarhallarinnar, en aðeins 822 milljónir fengust upp í 26,5 milljarða almennar kröfur í félögin, en það eru um 3,1%.

Stærsti kröfuhafi Nýsis var gamli Landsbankinn, en í heild voru kröfuhafar í kringum 80. Þar af voru bankar, lífeyrissjóðir og fjármögnunarfyrirtæki. Þá gaf félagið út skuldabréfaflokk í Kauphöllinni árið 2008 upp á 15 milljarða og var stór hluti krafna vegna þess.

Skiptum á Nýsi fasteignum ehf. lauk í lok síðasta árs, en kröfur í búið námu 1.1 milljarði og fannst ekkert upp í kröfur. Félagið hélt utan um einstök fasteignaverkefni dótturfélaga Nýsis, en meðal þeirra eigna sem samsteypan átti og rak voru Egilshöllin, Laugar, Iðnskólinn í Hafnarfirði, Lækjarskóli, Reykjaneshöll, íþróttamiðstöð Bjarkar, leikskólar og fleiri fasteignir. Þá átti félagið einnig hlut í Portus og tók þannig þátt í uppbyggingu Hörpu.

Borgarhöllin ehf. var eignarhaldsfélag kringum uppbyggingu og rekstur Egilshallarinnar. 3,55 milljarðar fengust upp í veðkröfur félagsins, en 178 milljónir fengust upp í almennar kröfur sem námu 1,8 milljarði, eða um 9,77%.

Í þessa upptalningu vantar upplýsingar um gjaldþrot Nýsis UK Limited, en það stóð að baki fasteignaverkefna í Skotlandi. Samkvæmt upplýsingum úr rannsóknarskýrslu Alþingis voru heildarskuldir félagsins við stóru viðskiptabankana þrjá um 29,2 milljarðar króna. Heildarþrot allra félaga tengdum Nýsi gæti því verið töluvert hærra, en verkefnið í Skotlandi gekk ekki sem skyldi.

Engar veðkröfur voru á móðurfélagið, Nýsi hf., en almennar kröfur námu 24,68 milljörðum. Upp í þær fengust greiddar um 643 milljónir, eða 2,6%. Munar þar mestu um sölu á lóð við Hörpu, en í dag er áformað að reisa þar nýtt fimm stjörnu hótel.

Iðnskólinn í Hafnarfirði var eitt margra mannvirkja Nýsis.
Iðnskólinn í Hafnarfirði var eitt margra mannvirkja Nýsis. mbl.is/Nýsir
Nýsir fasteignir rak fasteign Lækjarskóla í Hafnarfirði, auk annarra fasteigna.
Nýsir fasteignir rak fasteign Lækjarskóla í Hafnarfirði, auk annarra fasteigna. mbl.is/ÞÖK
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka