Laun hækka mikið en kaupmáttur lítið

Laun hafa hækkað um 6% á síðustu tólf mánuðum en …
Laun hafa hækkað um 6% á síðustu tólf mánuðum en kaupmáttur aðeins um 1,7%. Brynjar Gauti

Launavísitalan hefur hækkað um sex prósent á síðustu tólf mánuðum en kaupmátturinn hefur aðeins hækkað um 1,7% á sama tímabili. Sé litið til síðustu tíu ára hefur árleg meðalhækkun launa verið 6,7% en árleg meðalaukning kaupmáttar aðeins um 0,6%.

Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Þar segir að launavísitalan hafi lækkað um 0,1% í desember frá fyrri mánuði sem olli því að kaupmátturinn lækkaði um 0,6%. Kaupmátturinn jókst töluvert vegna samningsbundinnna launahækkana síðastliðið vor, en er nú kominn niður á á svipað stig og þá.

Í Hagsjánni kemur einnig fram að á síðustu árum hafi kaupmátturinn aukist töluvert. Hann hafi verið lægstur vorið 2010 og aukist um rúm níu prósent síðan þá. „Kaupmáttur á mælikvarða launavísitölu er nú svipaður og var um mitt ár 2005,“ segir hagfræðideildin.

Sé litið á þróunina frá fyrsta ársfjórðungi 2011, eða rétt áður en síðasti kjarasamningur var gerður, kemur í ljós að þróun kaupmáttar á almenna markaðinum hefur verið hagstæðari á tímabilinu en meðal opinberra starfsmanna, segir í Hagsjánni.

Í ljósi þessara talna megi vænta þess að kjarasamningar á opinbera markaðinum verði ekki auðveldir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK