Kántrýbær til sölu

mbl.is/Hjörtur

Veit­ingastaður­inn Kántrý­bær á Skaga­strönd er til sölu. Þetta staðfesti Gunn­ar Hall­dórs­son, sem rekið hef­ur staðinn með eig­in­konu sinni, Svenný Hall­björns­dótt­ur, í sam­tali við mbl.is. 

Gunn­ar er jafn­framt tengda­son­ur Hall­bjarn­ar Hjart­ar­son­ar, kú­reka­söngv­ara með meiru.

„Okk­ur hjón­un­um lang­ar að breyta til. Við erum búin að reka þetta í ansi mörg ár,“ seg­ir Gunn­ar. 

Hann seg­ir að fyrst um sinn verði rekst­ur­inn seld­ur og húsið leigt út. Sala á hús­inu verði síðan skoðuð í fram­hald­inu.

Gunn­ar nefn­ir að rekst­ur­inn hafi gengið ágæt­lega. Góður gang­ur hafi verið í söl­unni í sum­ar og á vet­urna sjái þau um mat­inn fyr­ir skólakrakka á Skaga­strönd.

Aðspurður seg­ir hann að nokkr­ir hafi sýnt staðnum áhuga, en að ekki enn hafi borist nein form­leg til­boð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK