Hlutfall atvinnulausra fór yfir 26% á Spáni á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, mældist hagvöxtur í fjórðungnum 0,3% en hagstofa landsins hefur ekki birt upplýsingar um landsframleiðslu í fjórðungnum.
Alls mældist atvinnuleysið 26,03% á fjórða ársfjórðungi en var 25,98% á þriðja ársfjórðungi. Hagvöxtur mældist 0,1% á þriðja ársfjórðungi og er því nánast stöðugum fimm ára samdrætti lokið á Spáni, að minnsta kosti í bili.
Ríkisstjórn Spánar telur að atvinnuleysið hafi verið 26,6% að meðaltali í fyrra en í ár er spáð 25,9% atvinnuleysi.