Sigurður Ingi Jóhansson ráðherra Umhverfis- og auðlindamála hefur heimilað sölu og dreifingu á Hvalabjór Brugghússins Steðja í Borgarfirði. Þetta staðfesti Dagbjartur Arilíusson eigandi Steðja í samtali við Skessuhorn.
Heilbrigðiseftirlitð bannaði sölu á Hvalabjórnum á þeirri forsendu að hvalamjölið sem notað var við framleiðslu á bjórnum og framleitt hefur verið af Hval hf. uppfylli ekki skilyrði matvælalaga.