Tapa milljörðum vegna skriffinnsku

Vínframleiðendur á Asíu- og Kyrrahafssvæðinu verða fyrir 1 milljarða dala …
Vínframleiðendur á Asíu- og Kyrrahafssvæðinu verða fyrir 1 milljarða dala kostnaði vegna mismunandi reglna á svæðinu. Heiðar Kristjánsson

Vínframleiðendur í Asíu og á Kyrrahafssvæðinu tapa um einum milljarði Bandaríkjadala árlega vegna skriffinnsku og flókins regluverks kringum mismunandi upprunaleyfi og umfangsmiklar skoðanir. Þetta kemur fram í skýrslu frá Efnahagssamvinnuráði Asíu og Kyrrahafsríkjanna, APEC. Verðmæti vínframleiðslu í löndunum hefur þrefaldast á þrettán árum, en það er í dag um 23 milljarðar dala. 

Asískir vínmarkaðir stækka mest þessi árin, en gert er ráð fyrir að Kínverjar verði mestu neytendur víns á næstu 20 árum og taki þar með fram úr Bandaríkjunum. Mismunandi reglur í mörgum löndum á svæðinu hafa dregið úr þessum vexti og hefur APEC stefnt að því að samhæfa regluverkið á komandi árum.

Tom LaFaille, varaforseti viðskiptaráðs APEC, segir að hvert ríki óski nú eftir mismunandi upprunaskjölum frá vínframleiðendum til að tryggja að varan sé örugg til notkunar. Þetta veldur miklum misskilningi og kostar framleiðendur mikla peninga segir LaFaille. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK