Ný kenning um íslensk stjórnmál

Eiríkur Bergmann.
Eiríkur Bergmann.

Bók dr. Ei­ríks Berg­manns, pró­fess­ors í stjórn­mála­fræði við Há­skól­ann á Bif­röst, Ice­land and the in­ternati­onal fin­ancial cris­is: Boom, Bust and Reco­very, kem­ur út í dag hjá alþjóðlega út­gáfu­fé­lag­inu Pal­gra­ve Macmill­an. Bók­in kem­ur út sam­tím­is í Evr­ópu og í Banda­ríkj­un­um og er dreift þaðan á heimsvísu. 

Á vefsvæði bók­ar­inn­ar hjá út­gef­anda má lesa rit­dóma um bók­ina.

 Hér má lesa inn­gangskafli bók­ar­inn­ar. 

Í bók­inni er birt heild­stæð efna­hags­leg, sagn­fræðileg og stjórn­mála­leg rann­sókn á efna­hags­hrun­inu haustið 2008 og viðbrögðum við því í víðu sam­hengi. Rakið er hvernig Ísland reis í alþjóðleg­um viðskipta­heimi og hvernig hrunið hafði áhrif langt út fyr­ir land­stein­ana. Kafað er ofan í grund­völl ís­lenskra stjórn­mála og efna­hags­lífs en í bak­grunni eru stór­ar spurn­ing­ar um hag­kerfi þjóðríkja í alþjóðavædd­um heimi.

Í bók­inni er sett er fram ný kenn­ing um ís­lensk stjórn­mál: að þau grund­vall­ist enn á póli­tískri sjálfs­mynd þjóðar­inn­ar sem mótaðist í sjálf­stæðis­bar­átt­unni og fel­ur í sér tvíþætta áherslu: ann­ars veg­ar á form­legt full­veldi lands­ins en einnig þá ósk að Ísland verði nú­tíma­vætt ríki til jafns við önn­ur vest­ræn vel­meg­un­ar­ríki. Þessi póli­tíska sjálfs­mynd þjóðar­inn­ar hef­ur verið ráðandi í bæði ut­an­rík­is- og efna­hags­stefnu lands­ins og skipt sköp­um fyr­ir efna­hags­lega þróun í land­inu. Í bók­inni er sýnt fram á áhrif henn­ar jafnt í aðdrag­anda hruns­ins, viðbrögðum og eft­ir­mála. Á þess­um grunni er farið yfir hag­sögu Íslands frá önd­verðu og greint hvað veld­ur meiri hagsveifl­um á Íslandi en í öðrum vest­ræn­um ríkj­um auk þess sem dreg­inn er lær­dóm­ur fyr­ir önn­ur ríki og al­mennt fyr­ir efna­hags­kerfi heims­ins.

Í frétta­til­kynn­ingu um bók­ina seg­ir að áfallið á Íslandi haustið 2008 sé talið ein­stak­lega áhuga­vert á heimsvísu því það var viðameira og skyndi­legra en víðast ann­ars staðar. „Þekk­ing á at­b­urðunum hér er hins veg­ar af skorn­um skammti eins og sést í nokkr­um líf­seig­um en efn­is­lega röng­um goðsögn­um sem hafa lifað um Íslands­hrunið í alþjóðapress­unni. Í bók­inni eru þess­ar goðsagn­ir greind­ar í sund­ur og leiðrétt­ar eft­ir föng­um.“

Eitt það áhuga­verðasta við Íslands­hrunið er að hér urðu viðbrögðin við krís­unni önd­verð við viðleitni alþjóðasam­fé­lags­ins þar sem áhersla var lögð á að bjarga banka­kerf­inu, seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Banka­hrunið á Íslandi og viðbrögð ís­lenskra stjórn­valda ógnaði þeirri viðleitni sem skýr­ir að hluta óhemju harka­leg viðbrögð er­lendra ríkja gegn Íslandi, til að mynda beit­ingu hryðju­verka­lag­anna í Bretlandi. Í seinni tíð hafa fleiri ríki hins veg­ar kosið að fara ‘ís­lensku leiðina’ eins og að hluta til var gert á Kýp­ur. Íslands­krís­an op­in­beraði einnig al­var­leg­an kerf­is­galla í fjár­mála­kerfi Evr­ópu sem tek­inn er til skoðunar í bók­inni.

Djúp­stæðar efna­hagskrís­ur opna gjarn­an upp rými til að end­ur­skoða hag­kerfið og þjóðskipu­lagið í heild. Þá tak­ast iðulega á öfl sem krefjast breyt­inga og þau sem vilja viðhalda hinu ríkj­andi kerfi. Á Íslandi urðu þess­ir þræðir ein­stak­lega skýr­ir. Hér greip enn frem­ur um sig það sem kalla má nýja gagn­rýna skip­an (e. New critical or­der) þar sem öll til­boð um end­ur­reisn lentu í hakka­vél inn­an­landsátaka. Efna­hags­leg end­ur­reisn hef­ur hins veg­ar náð rót­um þótt viðkvæm sé. Enn er þó óleyst­ur al­var­leg­ur kerf­is­bund­inn galli í upp­bygg­ingu ís­lensks efna­hags­lífs sem ýt­ar­lega er greind­ur í bók­inni,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu um bók Ei­ríks.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka