Skiptum á búi Hreiðars Más lokið

Lítið fékkst upp í kröfur í þrotabú eignarhaldsfélags Hreiðars Más …
Lítið fékkst upp í kröfur í þrotabú eignarhaldsfélags Hreiðars Más Sigurðssonar. Árni Sæberg

Alls fengust 15,2 milljónir króna (0,2%) greiddar upp í almennar kröfur í þrotabú eignarhaldsfélags Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, en skiptum á búinu lauk síðastliðinn fimmtudag.

Eins og mbl.is hafði áður greint frá námu kröfur í þrotabúið 7,7 milljörðum króna en engum forgangskröfum var lýst í búið, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu.

Hreiðar Már var eigandi félagsins en stærsti kröfuhafi er Arion banki. Félagið var stofnað kringum hlutabréfakaup Hreiðars Más í Kaupþingi, en við fall bankans urðu þau verðlaus. Í apríl 2011 var félagið tekið til gjaldþrotaskipta.

Hreiðar Már var nýverið dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir aðild að markaðsmisnotkun og umboðssvikum í hinu svonefnda Al-Thani máli. Hann hyggst áfrýja dómnum. Annað mál, sem sérstakur saksóknari hefur höfðað á hendur honum, er fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK