Verðbólgan 3,1%

Styrmir Kári

Verðbólga, mæld á tólf mánaða tímabili er 3,1% í janúar og lækkar hressilega frá desmber er hún var 4,2%.  Er þetta minni verðbólga en greiningardeildir höfðu spáð.

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í janúar lækkaði um 0,72% frá fyrra mánuði. Greingardeildirnar spáðu því að verðlag myndi lækka um 0,4-0,5% í janúar. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði um 1,09% frá desember.

„Víða eru vetrarútsölur og lækkaði verð á fötum og skóm um 10,8% (vísitöluáhrif -0,55%) og verð á húsgögnum og heimilisbúnaði um 2,8% (-0,13%). Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 14,6% milli mánaða (-0,21%) og bensín og olíur lækkuðu um 2,5% (-0,14%). Kostnaður vegna húsnæðis, hita og rafmagns hækkaði um 0,6% (0,17%),“ segir í frétt á vef Hagstofu Íslands.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,1% og vísitalan án húsnæðis hefur hækkað um 1,9%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,2% sem jafngildir 0,7% verðbólgu á ári (2,2% verðhjöðnun fyrir vísitöluna án húsnæðis).

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í janúar 2014, sem er 415,9 stig, gildir til verðtryggingar í mars 2014. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 8.212 stig fyrir mars 2014.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK