Þrír fyrrverandi stjórnendur hjá Landsbankanum í Lúxemborg hafa verið ákærðir fyrir fjársvik í París. Þetta kom fram í frétt AFP og Le Parisien í gær og er fjallað um þetta á fréttavef í Lúxemborg í dag.
Rannsókn hófst á málinu árið 2009 eftir að viðskiptavinir bankans, þar á meðal söngvarinn Enrico Macias, kvörtuðu yfir fjármálagerningi bankans gagnvart þeim. Árið 2011 var útibúið ákært og því gert að greiða 50 milljónir evra í tryggingu og sett undir sérstakt eftirlit.
Nú hafa þrír starfsmenn bankans verið ákærðir í Paris, einn Dani, Svíi og Belgi.