Húsnæðismarkaðurinn helsta ógnin

mbl.is/Sigurður Bogi

„Þróun fast­eigna­verðs og verðs á leigu­hús­næði er helsta ógn­un­in við mark­mið um verðstöðug­leika á Íslandi á þessu ári og brýnt að stjórn­völd bregðist við því. Í janú­ar 2014 var verðbólg­an á Íslandi 3,1% miðað við hækk­un vísi­tölu neyslu­verðs síðustu 12 mánuði. Í næsta mánuði er næst­um ör­uggt að verðbólg­an verði kom­in und­ir 2,5% mark­mið Seðlabank­ans því þá fell­ur mik­il hækk­un vísi­töl­unn­ar í fe­brú­ar 2013 út úr 12 mánaða viðmiðun­inni.“

Þetta seg­ir á vef Sam­taka at­vinnu­lífs­ins í dag. Bent er á að íbúðir og húsa­leiga hafi hækkað mikið und­an­far­in miss­eri sem aft­ur hafi haft mik­il áhrif á verðbólg­una eins og hún sé mæld. „Reiknuð húsa­leiga eig­in fast­eigna hef­ur nú 13,7% vægi í vísi­töl­unni og greidd húsa­lega 4,3%, þannig að húsa­leiga veg­ur sam­tals um 18%. Reiknuð húsa­leiga hækkaði um 8,8% síðustu 12 mánuði og greidd húsa­leiga um 7,8% þannig að saman­vegið hækkaði húsa­leiga um 8,6%. Húsa­leiga hafði þannig 1,5% áhrif (18% vægi, 8,8% hækk­un) á þá 3,1% verðbólgu sem var síðustu 12 mánuði og aðrir liðir 1,6%.“

Enn­frem­ur seg­ir að þegar næsta mæl­ing verðbólg­unn­ar liggi fyr­ir í lok fe­brú­ar verði verðbólg­an lík­lega á bil­inu 2,0-2,5%. „Jafn­framt má gera ráð fyr­ir að húsa­leiga verði áfram í 8,5% árstakti hækk­un­ar. Þá verður staðan sú að af 2,0-2,5% verðbólgu stend­ur hús­næði fyr­ir 1,5% af þeirri hækk­un, eða u.þ.b. tveim­ur þriðju hlut­um verðbólg­unn­ar.“

Um­fjöll­un­in í heild á vef SA

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK