Aðeins tvö bankaútibú verða eftir í miðborginni

Arion banki hættir starfsemi í Austurstræti í sumar. Forverinn, Búnaðarbankinn, …
Arion banki hættir starfsemi í Austurstræti í sumar. Forverinn, Búnaðarbankinn, var opnaður þar árið 1937. mbl.is/Árni Sæberg

„Þessi þróun held­ur áfram. Útibú­un­um fækk­ar og starfs­fólk­inu einnig þegar upp er staðið. Fjár­mála­hverfið er jafn­framt að fær­ast úr miðborg­inni í Borg­ar­túnið.“

Þetta seg­ir Friðbert Trausta­son, formaður Sam­taka starfs­manna fjár­mála­fyr­ir­tækja (SSF), í Morg­un­blaðinu í dag, en Ari­on banki hef­ur til­kynnt að úti­bú­um bank­ans við Hlemm og í Aust­ur­stræti verði lokað um mitt þetta ár. Flytj­ast þau í nýtt úti­bú í Borg­ar­túni 18, þar sem Byr spari­sjóður var áður til húsa.

Eft­ir þess­ar breyt­ing­ar verða aðeins tvö úti­bú í miðbæ Reykja­vík­ur; Lands­bank­inn með sín­ar höfuðstöðvar í Aust­ur­stræti og Íslands­banka­úti­bú í Lækj­ar­götu. Að sögn Friðberts hef­ur Íslands­banki verið á hött­un­um eft­ir nýju hús­næði á svipuðum slóðum í Kvos­inni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK