Arion banki hækkar úttektargjald

Arion banki hefur hækkað úttektargjöld í hraðbanka fyrir aðra en …
Arion banki hefur hækkað úttektargjöld í hraðbanka fyrir aðra en viðskiptavini sína. mbl.is/Ómar Óskarsson

Um mánaðamótin tók gildi nýr samningur banka og sparisjóða um millibankaþjónustu, en það telst vera þjónusta sem veitt er þegar bankar og sparisjóðir afgreiða viðskiptavini annarra banka og sparisjóða. Í kjölfarið mun Arion banki hækka úttektargjald debetkorta í hraðbanka fyrir aðra viðskiptavini en bankans. Fer gjaldið úr 110 krónum upp í 155 krónur. Landsbankinn og Íslandsbanki ætla ekki að breyta gjöldum sínum. Þetta þýðir að vegna hækkunarinnar munu viðskiptavinir annarra banka nú borga hærri þjónustugjöld nýti þeir sér hraðbanka Arion en ef viðskiptavinir Arion nýta sér hraðbanka annarra viðskiptabanka.

Með nýja samningnum fellur úr gildi eldri samningur og gjald vegna millibankaþjónustu sem verið hefur óbreytt frá árinu 1997. Breytingin er gerð til þess að koma til móts við athugasemdir Samkeppniseftirlitsins við fyrirkomulag gjaldtöku vegna þessarar þjónustu, en fram til þessa hefur gjald vegna millibankaþjónustu verið samræmt milli banka og sparisjóða og innheimt af banka eða sparisjóði viðskiptamanns. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum fjármálafyrirtækja.

Samningurinn felur í sér að hver og einn banki eða sparisjóður ákvarðar einhliða þau gjöld sem hann innheimtir vegna millibankaþjónustu. Þegar viðskiptavinur fjármálafyrirtækis sækir sér þjónustu í öðrum banka eða sparisjóði en sínum eigin miðast kostnaðurinn við verðskrá þess sem veitir þjónustuna.

Í skriflegu svari frá Íslandsbanka segir að engar breytingar séu fyrirhugaðar á verðskrá bankans vegna millibankaþjónustu og í svari frá Landsbankanum kemur fram að hann telji ekki rétt að hækka eða leggja á ný gjöld fyrir millibankaþjónustu eins og mál standa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK