Fyrsti snertilausa greiðslan

Höfuðstöðvar Valitor í Dalshrauni í Hafnarfirði.
Höfuðstöðvar Valitor í Dalshrauni í Hafnarfirði.

Í dag setti Valitor upp fyrsta snertilausa posann hjá söluaðila. Í kjölfarið fór fram fyrsta snertilausa greiðslan hér á landi. Þar með er hafinn nýr kafli í rafrænum viðskiptum hérlendis með áherslu á aukin þægindi fyrir viðskiptavini og kaupmenn,segir í tilkynningu frá Valitor.

„Íslenskir kaupmenn eiga þess nú kost að fá uppfærslu í posabúnaðinn sinn og geta því farið að bjóða viðskiptavinum að greiða snertilaust fyrir vörur og þjónustu. Uppfærslan gildir bæði fyrir móttöku á greiðslum með kortum og snjallsímum. Fyrst í stað mun þessi nýja tilhögun einkum nýtast erlendum ferðamönnum með slík greiðslukort en yfir 70 milljónir snertilausra korta eru nú þegar í umferð í Evrópu. Íslensku viðskiptabankarnir munu á næstunni kynna viðskiptavinum sínum snertilaus kortaviðskipti,“ segir í tilkynningu.

Í tilkynningunni kemur fram að Valitor hafi þróað snertilausa greiðslukerfið hér á landi með hliðsjón af alþjóðlegum stöðlum kortafyrirtækjanna Visa og MasterCard. Kerfinu er ætlað er að flýta afgreiðslu á sölustöðum til hagræðis og þæginda en jafnframt að tryggja fyllsta öryggi. Snertilaus greiðslumáti hentar sérstaklega vel þar sem mikils hraða í afgreiðslu er krafist og fyrir lágar upphæðir, t.d. í kvikmyndahúsum, á skyndibitastöðum, á íþróttakappleikjum o.s.frv. Unnt er að greiða allt að 3.500 kr. með þessum hætti en hærri upphæðir krefjast innsláttar á pinni. Sérstök áhersla er lögð á öryggi viðskiptanna, segir í tilkynningu.

Valitor hefur að undanförnu unnið að undirbúningi tilraunaverkefnis á Íslandi með snertilausa greiðslumiðlun sem tekur einnig til snjallsíma. Verkefnið er samstarfsverkefni Valitor með Visa EU, Oberthur Technologies, Arion banka, Landsbanka, Íslandsbanka, MP banka, Símans, Vodafone og Point á Íslandi. Á næstunni munu 3.000 snertilaus kreditkort og 1.000 kreditkort fyrir snjallsíma fara í dreifingu og tilraunaverkefnið hefst formlega þegar bankarnir hafa valið viðskiptavini í verkefnið. Gangi tilraunin að óskum hafa Íslendingar svo möguleika á að verða fyrstir þjóða í heiminum til þess að bjóða þessa rafrænu nýjung á landsvísu.
Yfir 50% greiðslna með snjallsímum árið 2020

Í tilraunaverkefninu er beitt svokallaðri NFC (Near Field Communication) tækni en alþjóðasamfélagið veðjar á hana sem lykilþátt í greiðslumáta framtíðarinnar. Allt bendir til þess að greiðslukort muni færast hröðum skerfum yfir í símana og spáir Valitor því að árið 2020 verði ríflega helmingur allra kortafærslna á Íslandi framkvæmdur með snjallsímum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK