WOW hættir við flug til Boston og Stokkhólms

Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segir grátlegt að þurfa að …
Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segir grátlegt að þurfa að fresta stækkunaráformunum til Boston og Stokkhólms. mbl.is

Flug­fé­lagið WOW air hef­ur ákveðið að hætta við fyr­ir­hugað flug til Norður-Am­er­íku þar sem fé­lagið hef­ur ekki enn fengið út­hlutaða nauðsyn­lega brott­far­ar­tíma í Kefla­vík. Þessi niðurstaða hef­ur ekki ein­göngu áhrif á áætl­un­ar­flug til Norður-Am­er­íku held­ur einnig fyr­ir­hugaða stækk­un fé­lags­ins í Evr­ópu. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu, en það hef­ur reiknað út að fækk­un ferðamanna sem þetta leiðir til muni kosta ís­lenska ferðaþjón­ustu um 5,5 millj­arða á ár­inu.

Þar sem fé­lagið sér sig knúið til þess að hætta við flug til Bost­on er ekki grund­völl­ur fyr­ir því að vera með fimm flug­vél­ar í rekstri, seg­ir í til­kynn­ing­unni. Fyr­ir vikið verður WOW air einnig að hætta við flug til Stokk­hólms sem hef­ur verið til sölu frá miðjum sept­em­ber á síðasta ári og átti áætl­un­ar­flug að hefjast þangað 2. júní. Þessi niðurstaða mun hafa áhrif á um 7000 farþega sem nú þegar hafa keypt flug með WOW air. Flug­fé­lagið seg­ir að komið verði til móts við þessa farþega að öllu leyti, þeim boðin end­ur­greiðsla eða annað flug sem þeir geta nýtt sér.

Minni tekj­ur fyr­ir ferðaþjón­ust­una

Fram kem­ur að WOW air hafi fjár­fest fyr­ir 150 millj­ón­ir í und­ir­bún­ingi fyr­ir áætl­un­ar­flug til Norður-Am­er­íku, en miðað við 80% sæta­nýt­ingu var gert ráð fyr­ir um 34 þúsund er­lend­um farþegum frá borg­un­um báðum. Miðað við töl­ur frá Ferðamála­stofu eyðir meðal ferðamaður um 158 þúsund krón­um hér á landi og seg­ir í til­kynn­ing­unni að sam­an­lagt þýði það um 5,5 millj­arðar í glataðar gjald­eyris­tekj­ur. Af því er 1,1 millj­arður hrein­ar tekj­ur rík­is­sjóðs.

„Það er grát­legt að neyðast til þess að fresta öll­um stækk­un­ar­áform­um okk­ar þar sem Isa­via hef­ur kosið að fara ekki eft­ir skýr­um til­mæl­um Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins sem hef­ur unnið öt­ul­lega að mál­inu í lengri tíma og kom­ist að mjög skýrri og sann­gjarnri niður­stöðu. Það er einnig með ólík­ind­um að Áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála skuli nota það sem af­sök­un fyr­ir því að fresta þeirri niður­stöðu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins að það muni koma Icelanda­ir illa ef þeir missa brott­far­ar­tíma núna fyr­ir sum­arið. Ég hélt í ein­feldni minni að til­gang­ur­inn væri að vernda hags­muni neyt­enda og stuðla að sam­keppni í öll­um grein­um en ekki að viðhalda hér ein­ok­un. Það tapa all­ir á þess­ari niður­stöðu, neyt­end­ur, ríkið, Isa­via og ís­lenska ferðaþjón­ust­an í heild sinni,“ seg­ir Skúli Mo­gensen, for­stjóri og stofn­andi WOW air.

For­saga máls­ins er að Sam­keppnis­eft­ir­litið úr­sk­urðaði hinn 1. nóv­em­ber á síðasta ári að Isa­via, sem er op­in­bert hluta­fé­lag í eigu rík­is­ins, bæri að út­hluta brott­far­ar­tím­um á Kefla­vík­ur­flug­velli til WOW air. Fé­lagið hef­ur sagt brott­far­ar­tím­ana nauðsyn­lega til að geta hafið flug til Norður-Am­er­íku í sam­keppni við Icelanda­ir. Isa­via og Icelanda­ir kærðu hins veg­ar þessa ákvörðun Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins til Áfrýj­un­ar­nefnd­ar sam­keppn­is­mála sem tók þá ákvörðun 23. janú­ar að fresta þess­ari út­hlut­un þar til að end­an­leg­ur úr­sk­urður nefnd­ar­inn­ar lægi fyr­ir í mál­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK