Aldrei fleiri gjaldþrot á Spáni

Starfsmenn Fagor sjást hér mótmæla en fyrirtækið fór í þrot …
Starfsmenn Fagor sjást hér mótmæla en fyrirtækið fór í þrot í fyrra. AFP

Gjaldþrotum hefur fjölgað mjög á Spáni og alls urðu 9.660 fyrirtæki og heimili gjaldþrota þar á síðasta ári. Er það aukning um 6,5% frá árinu 2012.

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Spánar eru gjaldþrotin flest í byggingariðnaði.Spánn hefur glímt við kreppu í mörg ár og mælist atvinnuleysið þar um 26%.

En þrátt fyrir að gjaldþrotin hafi aldrei verið jafn mörg þá dregur úr hlutfallslegri aukningu þeirra á milli ára. Aukningin nam 15,1% árið 2011 og 32,2% árið 2012.

Árið 2007 voru gjaldþrotin alls 1.147 talsins. 

Í fyrra voru 26,6% allra gjaldþrota í byggingariðnaði. En í fyrra  fóru stór fyrirtæki í þrot eins og Pescanova sem framleiddi frosinn fisk. Um tíu þúsund manns misstu vinnuna þar. Heimilistækjaframleiðandinn Fagor fór einnig í þrot í fyrra og misstu tvö þúsund Spánverjar vinnuna þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK