FAST-1 slhf., sem er samlagshlutafélag í stýringu hjá VÍB, undirritaði í dag kaupsamning um kaup á öllum hlutum HTO ehf, sem er eigandi að fasteignum við Höfðatorg í Reykjavík.
Í samtali við mbl.is segir Haukur Skúlason, stjórnarformaður FAST-1, að samkeppnisyfirvöld fái nú kaupin til umfjöllunar.
Kaupverðið er trúnaðarmál.
Opið söluferli á hlutafé HTO ehf. (áður Höfðatorg ehf.) hófst þann 20. júní en tilkynnt var um að tilboði Fast-1 slhf. hafi verið tekið þann 20. september síðastliðinn. Nú hefur kaupsamningurinn hins vegar verið undirritaður.
FAST-1 samlagshlutafelagið er í stýringu hjá VÍB, en helstu hluthafar eru fjölmargir lífeyrissjóðir og Tryggingamiðstöðin Félagið var stofnað árið 2012 og var þá stærð hans 6 milljarðar. Meðal eigna eru Skúlagata 21, Vegmúli 3 og Skútuvogur 1. Þá keypti dótturfélag sjóðsins, FAST-2 nýleg Klettagarða 13.
Félagið HTO ehf. átti og rak eignirnar í Höfðatorgi við Borgartún 12-14 og Katrínartún 2 í Reykjavík. Félagið var í eigu Íslandsbanka og Péturs Guðmundssonar, forstjóra Eyktar, og tengdra aðila. Íslandsbanki átti 72,5% hlutfjár en Pétur 27,5%. Heildarstærð eigna félagsins er um 57 þúsund fermetrar að meðtöldum bílakjallara, að því er segir í tilkynningu frá Íslandsbanka.