Veðurstofan með hraðasta vef Íslands

Vefur Veðurstofunnar er sá hraðasti á landinu samkvæmt mælingum Íslandsvaktarinnar.
Vefur Veðurstofunnar er sá hraðasti á landinu samkvæmt mælingum Íslandsvaktarinnar. Veðurstofan

Eymundsson er með hægustu vefsíðu landsins, 180 einstaklingar eru núna að skoða íslenska stefnumótavefi, það eru engin tilboð á krám á þessum tímapunkti, umferð er í lagi og um 10% af stærstu vefsíðum landsins eiga í einhverskonar veseni með nafnaþjóna sína. Þetta er meðal þess sem kemur fram á Íslandsvaktinni, en það er Páll Guðjón Sigurðsson hjá Opnum kerfum sem heldur utan um vefinn. Hann hélt fyrirlestur á UT messu í dag og fór þar yfir þann fjölda upplýsinga sem kerfið safnar saman og setur fram á einn stað. 

Í dag safnar síðan saman upplýsingum um náttúru og náttúruhamfarir, umferð, fjármálageirann, heilbrigðismál og netmál á Íslandi. Að lokum er smá samantekt um menningu, en Páll sagði það meira vera til gamans gert, en þar er meðal annars farið yfir tilboð á börum, vinsældir stefnumótasíðna og spilun Eve-tölvuleiksins.

Í samantekt yfir hröðustu og hægustu vefi landsins kom fram að Veðurstofan ætti hraðasta vef landsins, en meðalsvartími hans var 0,4 millisekúndur. Páll sagðist reyndar ekki skilja hvernig það væri hægt, enda er það gífurlega hratt. Vefurinn er einnig látinn fylgjast með íslenskum nafnþjónum og helstu erlendu nafnþjónum sem íslenskir aðilar nota. Þegar 100 vinsælustu vefsíður landsins voru skoðaðar kom í ljós að heil 10% þeirra ættu í einhverjum vandræðum með nafnþjóna sína. Sagði Páll þetta vera rosalega hátt hlutfall.

Þá nefndi hann að sjá mætti árásina á Vodafone á gögnum um svartíma vefsíðunnar. Þannig hefði svartíminn farið upp úr öllu valdi meðan á árásinni stóð, en strax þar á eftir orðið nokkuð eðlilegur. Páll tók reyndar fram að í dag hefði Vodafone greinilega yfirfarið netmálin hjá sér, því fyrir árásina var vefurinn þeirra hægasti fjarskiptafyrirtækjavefur landsins, en í dag er hann sá hraðasti.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK