Veðurstofan með hraðasta vef Íslands

Vefur Veðurstofunnar er sá hraðasti á landinu samkvæmt mælingum Íslandsvaktarinnar.
Vefur Veðurstofunnar er sá hraðasti á landinu samkvæmt mælingum Íslandsvaktarinnar. Veðurstofan

Ey­munds­son er með hæg­ustu vefsíðu lands­ins, 180 ein­stak­ling­ar eru núna að skoða ís­lenska stefnu­móta­vefi, það eru eng­in til­boð á krám á þess­um tíma­punkti, um­ferð er í lagi og um 10% af stærstu vefsíðum lands­ins eiga í ein­hvers­kon­ar veseni með nafnaþjóna sína. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram á Íslands­vakt­inni, en það er Páll Guðjón Sig­urðsson hjá Opn­um kerf­um sem held­ur utan um vef­inn. Hann hélt fyr­ir­lest­ur á UT messu í dag og fór þar yfir þann fjölda upp­lýs­inga sem kerfið safn­ar sam­an og set­ur fram á einn stað. 

Í dag safn­ar síðan sam­an upp­lýs­ing­um um nátt­úru og nátt­úru­ham­far­ir, um­ferð, fjár­mála­geir­ann, heil­brigðismál og net­mál á Íslandi. Að lok­um er smá sam­an­tekt um menn­ingu, en Páll sagði það meira vera til gam­ans gert, en þar er meðal ann­ars farið yfir til­boð á bör­um, vin­sæld­ir stefnu­mót­asíðna og spil­un Eve-tölvu­leiks­ins.

Í sam­an­tekt yfir hröðustu og hæg­ustu vefi lands­ins kom fram að Veður­stof­an ætti hraðasta vef lands­ins, en meðalsvar­tími hans var 0,4 millisek­únd­ur. Páll sagðist reynd­ar ekki skilja hvernig það væri hægt, enda er það gíf­ur­lega hratt. Vef­ur­inn er einnig lát­inn fylgj­ast með ís­lensk­um nafnþjón­um og helstu er­lendu nafnþjón­um sem ís­lensk­ir aðilar nota. Þegar 100 vin­sæl­ustu vefsíður lands­ins voru skoðaðar kom í ljós að heil 10% þeirra ættu í ein­hverj­um vand­ræðum með nafnþjóna sína. Sagði Páll þetta vera rosa­lega hátt hlut­fall.

Þá nefndi hann að sjá mætti árás­ina á Voda­fo­ne á gögn­um um svar­tíma vefsíðunn­ar. Þannig hefði svar­tím­inn farið upp úr öllu valdi meðan á árás­inni stóð, en strax þar á eft­ir orðið nokkuð eðli­leg­ur. Páll tók reynd­ar fram að í dag hefði Voda­fo­ne greini­lega yf­ir­farið net­mál­in hjá sér, því fyr­ir árás­ina var vef­ur­inn þeirra hæg­asti fjar­skipta­fyr­ir­tækja­vef­ur lands­ins, en í dag er hann sá hraðasti.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka