Edmund Truell, framkvæmdastjóri breska fjármálafyrirtækisins Tungsten Corporation, hefur áhuga á því að koma á raforkusæstreng milli Íslands og Bretlands. Í frétt Sunday Times segir að hann hafi stofnað félagið Atlantic Supergrid til að standa að fjármögnun slíks sæstrengs.
Charles Hendry, fyrrverandi ráðherra orkumála í Bretlandi, situr í stjórn fyrirtækisins.
Truell hefur sett saman hóp alþjóðlegra fjárfesta, þar á meðal stórra lífeyrissjóða, til að fjármagna lagningu strengsins.