Netið kemur ekki í staðinn fyrir ráðstefnur

Um helgina fór fram Mid Atlantic-ferðaráðstefnan hér á landi, en þetta var í 22. skipti sem hún er haldin. 700 einstaklingar komu á ráðstefnuna, en yfir 100 fyrirtæki kynntu þar vörur sínar og þjónustu. Birkir Hólm Guðnason, forstjóri Icelandair, sagði nýju áfangastaðina hjá Icelandair hafa verið áberandi í ár. 

Birna Lind Björnsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Norðursiglingar, sagði ráðstefnur sem þessar gífurlega mikilvægar fyrir ferðaþjónustufyrirtæki og að með þessu fengist andlit á bak við nafnið. Hún sagði að þær kæmu því aldrei í staðinn fyrir samskipti og sölu á netinu. Elín Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Íslenskra fjallaleiðsögumanna, sagði að út frá fjölgun þátttakenda á ráðstefnunni mætti tvímælalaust gera ráð fyrir fjölgun ferðamanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK